Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. janúar 2022 var lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 25. janúar 2022, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um erindi Frisbígolffélags Reykjavíkur, dags. 18. janúar 2022, er varðar afnot af botni Leirdals til ráðstöfunar fyrir æfingaaðstöðu og frisbígolfbrautir, afnot af lóð umhverfis Þorláksgeisla 51 fyrir púttæfingasvæði og afnot af svæði ofan Leirdal sem skilgreint er í rammaskipulagi Austurheiða fyrir frisbígolfvöll. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. febrúar 2022.