deiliskipulag
Grundarstígsreitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 590
24. júní, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 26. apríl 2016, ásamt tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni eru settir fram almennir skilmálar fyrir gróna byggð á reitnum varðandi uppbyggingu kvista, smárra viðbygginga, svala og lítilla geymsla, í samræmi við byggingarreglugerð og byggingarstíl húsa á reitnum. Á lóð Grundarstígs 10 eru settir fram skilmálar um þegar byggða viðbyggingar fyrir menningartengda starfsemi með heimild fyrir veitingastað í flokki II tengda starfseminni. Settir eru fram sérskilmálar fyrir lóðina Þingholtsstræti 25 og er lóðinni skipt í 3 lóðir, Þingholtsstræti 25, 25A og 25B. Á Þingholtsstræti 25 er heimilt að innrétta allt að fjórar íbúðir í húsinu, stækka núverandi svalir, gera nýjar svalir á gafli. Á Þingholtsstræti 25A er skilgreind ný lóð undir almenningsgarð á borgarlandi. Á Þingholtsstræti 25B er skilgreind ný lóð fyrir nýbyggingu þar sem áður var líkhús. Heimilt er að byggja hús á tveimur hæðum með risi og kjallara fyrir íbúðarhús eða atvinnustarfsemi (þó ekki gististað). Heimilt að gera svalir á þeirri hlið sem snýr að Spítalastíg, samkvæmt uppdr. Glámu Kím ehf., dags. 22. apríl 2016. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. maí 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tillögum Glámu/Kím ehf., dags. 21. júní 2016.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.