deiliskipulag
Grundarstígsreitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 351
27. maí, 2011
Frestað
Fyrirspurn
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi Grundarstígsreits dags. 3. mars 2011, reiturinn afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni felst stefnumörkun um þróun byggðar á reitnum. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 ásamt ábendingum sem bárust við forkynningu. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í mars 2011. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 18. mars 2011 til og með 16. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Einar Örn Thorlacius, dags. 6. apríl og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir dags. 7. apríl 2011, eigendur að Grundarstíg 7 dags. 14. maí og Þóra E. Kjeld og Jón Þ. Einarsson dags. 18. maí 2011.
Svar

Frestað.
Athugasemdir kynntar.