Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. október 2016 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14. október 2016, þar stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um deiliskipulagið liggur fyrir. Skipulagsstofnun bendir á að leiðrétta þarf fjölda bílastæða í skilmálakafla um Sogaveg 77. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir að fá sent til vörslu gildandi deiliskipulagi svæðisins ásamt síðari breytingu á því samþykktri 12. janúar 1999. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Verkís ehf., dags. 21. desember 2016 með viðauka, deiliskipulagsuppdráttur, dags. 24. febrúar 2016, uppfærður dags. 20. desember 2016 og umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 19. desember 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.