Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að rífa skúrbyggingar og byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, kjallara og tvær hæðir með garði á þaki, koma fyrir lyftu og innrétta sem stækkun á verslunum og gistiheimili sem fyrir eru og fer gestafjöldi gistiheimilis í 39 gesti í húsinu á lóð nr. 15 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. mars 2015. Niðurrif skúra á baklóð: 96,1 ferm., 281,4 rúmm. Stækkun: 386,1 ferm., 1.322,3 rúmm. Gjald kr. 9.823