Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús einangrað að utan, útveggir klæddir með álklæðningu og þakplata steypt og einangruð með tvöfaldri einangrun á lóð nr. 124-126 við Haukdælabraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015. Bréf frá hönnuði dags. 20. ágúst 2015 fylgir. Stærð hús nr. 124: A rými 242,2 ferm., B rými 38,7 ferm. 913,6 rúmm. Hús nr. 126: A rými 252,0 ferm., B-rými 22,3 ferm., 813,5 rúmm., B-rými í sameign: B- rými 10,8 ferm., 28,3 rúmm. Samtals A og B- rými er: 566,0 ferm., 1755,4 rúmm. Gjald kr. 9.823 + 10.100