breyting á deiliskipulagi
Grandavegur 47
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 833
20. ágúst, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. ágúst 2021 var lögð fram umsókn Jakobs Emils Líndal f.h. ALARK arkitekta ehf. dags. 7. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegar, Lýsis og SÍS vegna lóðarinnar nr. 47 við Grandaveg. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum á jarðhæð um tvær og fella út starfsemi fyrir verslun, sjúkraþjálfun og sólbaðstofu í rýmum 00-05 og 00-06, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 9. ágúst 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.