Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem spurt er um hvort reisa megi steyptan, stallaðan stoðvegg með fallvörnum á lóðarmörkum að borgarlandi, færa heitan pott að honum og byggja 25-40 m2 steypt skyggni yfir pottinn, 120 cm yfir nærliggjandi landi, með gróðurþekju að ofan og gustlokun á hliðum, við hús á lóð nr. 66 við Haukdælabraut.