breyting á deiliskipulagi
Lambhagavegur 29
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 7 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 651
29. september, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2017 var lögð fram umsókn Ólafar G. Valdimarsdóttur, mótt. 18. júlí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Lambhaga vegna lóða nr. 27 og 29 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst tilfærsla á lóðarmörkum þannig að lóð Lambhagavegar 29 stækkar og lóð Lambhagavegar 27 minnkar, samkvæmt uppdrætti BÓ arkitekta, dags. 3. júlí 2017. Einnig lagt fram bréf hönnuðar, dags. 11. júlí 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5 gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016,