breyting á deiliskipulagi
Fiskislóð 43
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 631
12. maí, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. apríl 2017 var lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. , mótt. 19. apríl 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 43 við Fiskislóð. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit og færa nær götu til suðvesturs í samræmi við Fiskislóð 45, hækka hámarkshæð úr 12 metrum í 18 metra á 23 m x 23 m reit innan byggingarreits fyrir sértilbúinn sýningarsal og fækka bílastæðum niður í 35 (þar af 3 rútustæði), samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. , dags. 10. maí 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 209699 → skrá.is
Hnitnúmer: 10093610