Svalir bakhlið
Flókagata 58
Síðast Samþykkt að grenndarkynna á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 406
3. ágúst, 2012
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2012. Sótt er um leyfi til þess að sameina tvo kvisti á norðurhlið, byggja svalir á vesturhlið og breyta innra fyrirkomulagi íbúðar á þriðju hæð (rishæð) hússins á lóðinni nr. 58 við Flókagötu. Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu með nýjum uppdráttum..Vísað er til uppdráttar, A-001 dags. 20. maí 2012, síðast breytt 19. júlí 2012.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 25.01.2012 (v. fyrirspurnar BN044018) fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Útskrift ú gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. júlí 2012 fylgir erindinu.
Stærð: Húsið er nú skráð 1178,3 rúmm. og 401,0 ferm. en verður eftir breytingu skráð 1186,2 rúmm. og 426,0 ferm.
Stækkun húss: 7,9 rúmm. og 25,0 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 671
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Flókagötu 56, 59, 60, 61, og 63 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103565 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010481