(fsp) afnot af landi
Sundlaugavegur 32, tjaldmiðstöð og tjaldsvæði
Síðast Synjað á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 392
27. apríl, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 2. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals Austur vegna lóðarinnar nr. 32 við Sundlaugaveg. Í breytingunni felst að gerðir eru byggingarreitir fyrir stækkun tjaldmiðstöðvar og þjónustuhúss, svæði fyrir húsbíla og fellihýsi og svæði fyrir færanleg smáhýsi, samkvæmt uppdrætti VA Arkitekta dags. 24. janúar 2012. Tillagan var auglýst frá 7. mars til og með 24. apríl 2012. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

105 Reykjavík
Landnúmer: 199448 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022700