Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2014 var lögð fram fyrirspurn Axels Þórs Guðmundssonar dags. 3. júlí 2014 um afstöðu skipulagsfulltrúa varðandi tveggja hæða húss með 20 íbúðum, nýtingarhlutfall yrði 0,6, nýtanlegar rishæðir á móti Sogavegi en 3 hæðir á móti Miklubraut. Sérstakar aðgerðir yrðu gerðar vegna hávaðamengunar. Einnig eru lögð fram afstöðumynd, ljósmynd ásamt afrit af korti frá LUKR. Erindi var vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. júlí 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2014.