breyting á deiliskipulagi
Hlemmur, reitur 1.240, Umferðarskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 865
22. apríl, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Hlemmur og nágrenni, deiliskipulag stgr. 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, sem samþykkt var 19. mars 2020 í borgarráði og tók gildi við birtingu auglýsingar í B deild Stjórnartíðinda þann 7. apríl 2020. Í breytingunni felst að greinargerð deiliskipulagsins er uppfærð í samræmi við þessa breytingartillögu og fyrri breytingu, dags. 25. janúar 2021. Deiliskipulagið er samræmt við nýsamþykkt Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Lóðarmörkum Laugavegs nr. 107 er breytt þannig að lóðin nær eingöngu utan um núverandi hús (Hlemmur mathöll) ásamt byggingarreit A (viðbygging). Þremur nýjum lóðum er bætt inn á torgsvæðið, tvær lóðir utan um byggingarreiti C og D auk þess að stofnuð er lóð fyrir dreifistöð rafveitu við Þverholt. Byggingareitir C og D, þar með lóðir þeirra, færðir í sundur. Bætt er við byggingareitum fyrir sorpskýli á borgarlandi og sérskilmálum um nýtingu. Byggingarreitur E fyrir djúpgáma er felldur út. Reitur undir hjólaskýli, H, á norðurhluta Rauðarárstíg stækkaður. Skerpt er á sérskilmálum byggingareita og nú lóða til að endurspegla frekar tillögu hönnuða Hlemmtorgs. Sérrými almenningssamgangna og hjólastígum á Hverfisgötu er hliðrað lítillega til að koma lóðum betur fyrir. Breyttir skilmálar fyrir setsvæði og svið. Reitur biðstöðvarsvæðis almenningssamgangna breytt í byggingareit og reitur stækkaður til austurs. Bætt er við frekari upplýsingum um stöðu fornleifa á svæðinu. Byggingareit R+H við Þverholt breytt í reit R2 fyrir veitumannvirki og tæknibúnað og ný lóð, Laugavegur nr. 122, stofnuð undir reitinn. Bætt er við byggingareit fyrir almenningssalerni norðan við Hlemm, Laugaveg nr. 107. Bætt er við umfjöllun um samræmi við frumdragaskýrslu Borgarlínu lotu 1 samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2022. Einnig er lögð fram greinargerð Yrki arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2022 og hönnunarleiðbeiningar Dagný Land Design ehf. dags. janúar 2022. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.