breyting á deiliskipulagi
Hlemmur, reitur 1.240, Umferðarskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 806
29. janúar, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2021 var lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Hlemmur og nágrenni, eða deiliskipulag stgr. 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur,umferðarskipulag, sem samþykkt var 19. mars 2020 í borgarráði og tók gildi við birtingu auglýsingar í B- deild Stjórnartíðinda þann 7. apríl 2020. Breytingin felur í sér að norðvestur horn skipulagssvæðisins er teygt í norður meðfram Snorrabraut að sjávarmáli. Vestari ytri mörk deiliskipulagsins fylgja áfram lóðarmörkum lóða sem liggja vestan megin við Snorrabraut, nú alla leið framhjá lóð við Skúlagötu nr. 21. Við þetta er borgarland fært sem hluti af deiliskipulagi Hlemms og nágrennis. Austari ytri mörk fylgja lóðamörkum Guðrúnartúns nr. 1. Frá lóðarlínum og norður að sjávarmáli er miðað við að mörk deiliskipulagssvæðisins nái 35 m í hvora átt frá miðlínu Snorrabrautar. Undantekning er gerð vegna sérafnotareits meðfram lóð Skúlagötu nr. 21, sem áfram verður hluti af deiliskipulagi Skúlagötusvæðis, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.