breyting á deiliskipulagi
Hlemmur, reitur 1.240, Umferðarskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 753
29. nóvember, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Hlemmur. Skipulagið felur í sér endurskipulagningu svæðisins fyrir forgangsakreinar hágæða almenningssamgangna, ný gatnamót við Snorrabraut/Bríetartún, nýtt torg og göngugötur, afmörkun byggingarreits fyrir flutningshúsið Norðurpóll og nýrra léttra mannvirkja fyrir verslun og þjónustu og ný afmörkun deiliskipulagsreita á svæðinu, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2019. Einnig er lögð fram greinargerð Arkís arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2019.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.