breyting á deiliskipulagi
Hlemmur, reitur 1.240, Umferðarskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 728
17. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2019, vegna nýs deiliskipulags reits 1.240.0 Hlemmur í kjölfar hugmyndasamkeppni um svæðið, sem felst í endurskipulagningu svæðisins fyrir forgangsakreinar hágæða almenningssamgangna, ný gatnamót við Snorrabraut/Bríetartún, nýtt torg og göngugötur, afmörkun byggingarreitar fyrir flutningshúsið Norðurpóll og nýrra léttra mannvirkja fyrir verslun og þjónustu og ný afmörkun deiliskipulagsreita á svæðinu. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Kristófers Oliverssonar f.h. lóðarhafa Laugavegar 120 dags. 7. maí 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 2. apríl 2019 , Skipulagsstofnunar dags. 4. apríl 2019 og Vegagerðin dags. 15. apríl 2019.
Svar

Visað til skipulags- og samgönguráðs