breyting á deiliskipulagi
Hringbraut 116/Sólvallagata 77 - Steindórsreitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 733
21. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. júní 2019 var lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 28. maí 2019 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 116 við Hringbraut sem felst í að breyta leyfilegum hámarksfjölda íbúða úr 70 íbúðir í 84 íbúðir, inn- og útkeyrsla verði frá Hringbraut, heimilt verði að svalir nái út fyrir byggingarreit/lóðamörk að Hringbraut, göngukvaðir í gegnum lóðina hnikast til og heimilt verði að setja lága hljóðveggi innan lóðar við Sólvallagötu, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. 27. maí 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2019.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2019. samþykkt.