Innrétta íbúð jarðhæð - breytingar á efri hæðum
Grettisgata 54B
Síðast Synjað á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 585
13. maí, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 1. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.1, Njálsgötureits, vegna lóðarinnar nr. 54B við Grettisgötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli og fjölgun íbúða, samkvæmt uppdr. Arkþings, ódags. Einnig er lagt fram skuggavarp arkþings, ódags. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 23. september 2014 og bókun Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. mars 2016 þar sem fram kemur að kosnaður vegna mögulegrar færslu á lögnum er á kosnað lóðarhafa. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. apríl til og með 9. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhannes A. Levy, dags. 18. apríl 2016 og Elísabet Hafsteinsdóttir, dags. 9. maí 2016.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102385 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011625