Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. október 2017 var lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. mótt. 4. október 2017 ásamt bréfi, dags. 4. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Fiskislóð. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, sameining lóða ásamt sameiginlegum bílastæðum sem yrðu að stórum hluta í bílageymslu neðanjarðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. T.ark Arkitekta ehf., dags. 15. ágúst 2017. Einnig er lögð fram greinargerð T.ark Arkitekta ehf., dags. í mars 2017 og bréf Faxaflóahafna sf. dags. 18. ágúst 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.