breyting á deiliskipulagi
Laugarnesvegur 56
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 600
9. september, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Búseta húsnæðissamvinnufélags, mótt. 16. ágúst 2016, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Teigar - norðan Sundlaugavegar vegna lóðarinnar nr. 56 við Laugarnesveg. Í breytingunni felst að heimilað verður að hafa þaksvalir/þakverönd innan byggingarreits, samkvæmt tillögu Búseta húsnæðissamvinnufélags, ódags.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Laugarnesvegi 54, 58, 59, 61 og 63 og Hrísateigi 21, 23 og 25.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.