breyting á deiliskipulagi
Njálsgata 51A og B
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 421
30. nóvember, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Söru H. M. Guðmundsdóttur dags. 18. október 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.1 vegna lóðanna nr. 51A og 51B við Njálsgötu. Í breytingunni felst færsla á byggingarreit lóðarinnar nr. 51B og sameining lóðanna nr. 51A og 51B, samkvæmt uppdrætti Krads dags. 18. október 2012. tillagan var grenndarkynnt frá 25. október til og með 22. nóvember 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gunnar Örn Jónsson dags. 2. nóvember 2012 og bréf Gunnars Arnar Jónssonar dags. 7. nóvember þar sem athugasemd er dregin til baka. Guðjón Guðjónsson dags. 23. nóvember 2012,
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar