breyting á deiliskipulag
Grandavegur 44
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 444
24. maí, 2013
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðarinnar nr. 44 við Grandaveg. Í breytingunni felst niðurfelling á hjúkrunarheimili og fjölgun íbúða á svæðinu samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Gláma/Kím ehf. dags. í mars 2013. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdrættir ásamt skuggavarpi og skilmálum dags. í mars 2013 ásamt útlitsmyndum. Jafnframt er lagður fram samningur Reykjavíkurborgar við lóðarhafa dags. í mars 2013. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 21. maí. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ásmundsdóttir dags. 27. mars 2013, Dögg Guðmundsdóttir dags. 29. mars 2013, Óli Ragnar Gunnarsson og Ragnheiður Júlíusdóttir dags. 6. maí 2013, Svanlaug Ásgeirsdóttir og Xavier Rodriguez dags. 13. maí 2013, Sveinn Yngvi Egilsson og Ragnheiður Bjarnadóttir dags. 14. maí 2013, Jón Ársæll Þórðarson ódags, stjórn húsfélagsins Grandavegur 45 dags. 16. maí 2013 og Hróbjartur Ö Guðmundsson dags. 17. maí 2013.
Svar

Athugasemdir kynntar.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.