Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 23. nóvember 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. nóvember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, fjórar hæðir og kjallari undir hluta húss með 15 íbúðum og bílgeymslu fyrir 14 bíla á lóð nr. 1-3 við Sjafnarbrunn. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Jafnframt er óskað eftir leyfi til að nota undanþáguákvæði í grein 17.1.2 í nýrri byggingareglugerð.
Kjallari: 88,4 ferm., 1. hæð bílgeymsla 363 ferm., íbúð 379,4 ferm., 2. hæð 588,4 ferm., 3. hæð 588,4 ferm., 4. hæð 372,8 ferm.
Samtals: 2.380,4 ferm., 7.525,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 639.668
Nýir uppdrættir dags.27.nóvember lagðir fram.