framkvæmdaleyfi
Kjalarnes, Hrafnhólar
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 753
29. nóvember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2019 var lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 20. nóvember 2019 um framkvæmdaleyfi vegna færslu á Hrafnhólavegi á um 400 metra kafla. fyrirhugað er að taka efni til framkvæmdarinnar í landi Hrafnhóla á Kjalarnesi á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði gróðurhúsa þar. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd sem sem sýnir staðsetningu á vegi ódags., yfirlitsmynd sem sýnir efnistökusvæði í landi Hrafnhóla ódags. og samþykki landeiganda að Hrafnhólum dags. 30. október 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2019.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2019. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.