Lögð fram fyrirspurn Gunnars Bergmanns Stefánssonar, mótt. 27. desember 2016, um að sameina núverandi byggingar á lóðununum nr. 28C og 28D og breyta í hótel/gististað í flokki II, setja kvisti á rishæð, þar af fjóra kvisti á Laugaveg 28C og tvo á Laugaveg 28D, setja svalir Grettisgötumegin á 3. hæð hússins að Laugavegi 28C, og 1. og 2. hæð hússins að Laugavegi 28D, setja lyftuskála og flóttastiga við húsið að framanverðu o.fl. samkvæmt uppdr. Gunnars Bergmanns Stefánssonar, dags. 18. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 20. október 2016.