Kirkja og safnaðarheimili
Bræðraborgarstígur 2/Mýrargata 21
Síðast Synjað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 868
13. maí, 2022
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kirkju og safnaðarheimili úr járnbentri steinsteypu, safnaðarheimilið á þremur hæðum, í kjallara m.a. helst stoðrými og tengigangur, á fyrstu hæð eru m.a. eldhús, skrifstofa, salur og stoðrými, á annarri hæð er salur og stoðrými, fyrir 2 starfsmenn, 28 gesti á fyrstu hæð og 70 gesti á annarri hæð, kirkjan er á tveimur hæðum, í kjallara og aðkomuhæð eru salir og stoðrými fyrir að hámarki 250 manns í húsi á lóð nr. 21-23 við Mýrargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2022.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2022.

Landnúmer: 217347 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097476