breyting á deiliskipulagi
Hafnarstrætisreitur 1.118.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 430
8. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagsviðs vegna deiliskipulags á Hafnarstrætisreit 1.118.5
Reiturinn markast af Hafnarstræti, Pósthússtræti og Tryggvagötu. Megin tilefni deiliskipulagsvinnunar er skilgreina byggingarreit fyrir hús meðfram Tryggvagötu, þannig að götumyndin verði heilsteyptari. Endurnýja þarf spennistöð á reitnum og finna henni nýjan stað nálægt þeim stað sem hún er á. Einnig er gert ráð fyrir að pylsusjoppan "Bæjarins bestu" verði áfram nokkurn veginn þar sem hún er nú og að á lóð Reykjavíkurborgar á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu verði torg.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.