Á fundi skipulagsfulltrúa 26. september 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. september 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu, byggja tvennar svalir á suðvesturhlið, breyta innra skipulagi og breyta í tvíbýlishús, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Gunnarsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014. Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 1. apríl 2014 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. maí 2014 ásamt umsögnum verkefnisstjóra dags. 28. apríl 2014 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. apríl 2014. Meðfylgjandi er einnig bréf með útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2014. Stækkun: 112,6 ferm., 345,6 rúmm. Heildarstærð verður: 372,2 ferm., 1.099,9 rúmm. Gjald kr. 9.500
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Auðarstræti 3, 5, 7, 9 og 11 og Gunnarsbraut 26, 28, 32 og 34.