bréf
Gunnarsbraut 30
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 521
19. desember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. september 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu, byggja tvennar svalir á suðvesturhlið, breyta innra skipulagi og breyta í tvíbýlishús, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Gunnarsbraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Stefáns Boga Stefánssonar dags. 10. nóvember 2014, Huldu Sigfúsdóttur dags. 13. nóvember 2014 og Þóru Einarsdóttur og Björns Ingibergs Jónssonar dags. 18. nóvember 2014 þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Sjafnar Vilhelmsdóttur dags. 17. nóvember 2014 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Erindi var grenndarkynnt frá 23. október til og með 4. desember 2014. Eftirtaldir aðilar sendi inn athugasemdir: Inga Reynisdóttir dags. 26. nóvember 2014, Steinunn Kristjánsdóttir dags. 2. desember 2014, Ragnheiður Aradóttir og Kári Steinars Karlsson dags. 3. desember 2014, Hinrik Á. Bóason, Guðbjörg Á. Ingólfsdóttir, Sjöfn Vilhelmsdóttir og Ólöf Markúsdóttir dags. 3. desember 2014, húsfélagið Gunnarsbraut 28 dags. 4. desember 2014 og Sigurbjörn Kjartansson dags. 3. desember 2014.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 1. apríl 2014 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. maí 2014 ásamt umsögnum verkefnisstjóra dags. 28. apríl 2014 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. apríl 2014. Meðfylgjandi er einnig bréf með útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2014. Stækkun: 112,6 ferm., 345,6 rúmm. Heildarstærð verður: 372,2 ferm., 1.099,9 rúmm. Gjald kr. 9.500
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103345 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011070