breyting á deiliskipulagi
Láland 18-24
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 445
31. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram að nýju umsókn Stefaníu Sigfúsdóttur og Gísla Vals Guðjónssonar dags. 17. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, svæði 3, vegna lóðarinnar nr. 18-24 við Láland. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 17. apríl 2013. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags. Tillagan var send í grenndarkynningu sem ljúka á 26. júní 2013 og er umsókn nú lögð fram að nýju ásamt samþykki hagsmunaaðila dags. 29. maí 2013.
Svar

Þar sem samþykki hagsmunaaðila liggur fyrir er tillagan samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar svo og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108836 → skrá.is
Hnitnúmer: 10014910