Lögð fram fyrirspurn
Zeppelin ehf.
dags. 2. apríl 2013 um að hækka húsið á lóðinni nr. 8 við Vitastíg um eina hæð, byggja við bakhlið hússins og koma þar fyrir nýjum inngangi og svölum á þremur efri hæðum þess og byggja kvist að framanverðu hússins. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 19. febrúar 2013.
Svar
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.