Að lokinni kynningu er lögð fram tillaga á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi ásamt greinargerð dags. 30. apríl 2018 vegna lagningu brúar yfir Fossvog. Tillagan gerir ráð fyrir lagningu vegar fyrir almenningssamgöngur, hjólastígs og göngustígs, sem tengir saman Reykjavík og Kópavogu yfir Fossvog. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir sitthvorum brúar-endanum. Einnig lagt fram minnisblað EFLU dags. 26. apríl 2018. Kyning stóð til og með 20. júní 2018. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dags. 11. júní 2018, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 12. júní 2018, Vegagerðin dags. 14. júní 2018, Landssamtök hjólreiðamanna, dags. 20. júní 2018, Minjastofnun, dags. 20. júni 2018,
Athugasemdir bárust frá: Isavia, dags, 20. júní 2018,