framkvæmdaleyfi
Fossvogur, Kringlumýrarbraut og Suðurhlíð
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 879
11. ágúst, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 25. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna gerð strætóstöðva í Fossvogi ásamt færslu og lengingar fráreinar af Kringlumýrarbraut að Suðurhlíð. Gera skal stíga að strætóstöðvum, þverun stígs á Suðurhlíð og þrengja syðsta hluta Suðurhlíðar. Aðlaga skal hljóðmön vegna færslu fráreinar, aðlaga fláa og ganga frá landmótun vegna afvötnunar stíga og gatna. Einnig er lagt fram teikningahefti Hnit verkfræðistofu dags. í júní 2022 og útboðslýsing Hnit verkfræðistofu dags. í apríl 2022.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða framkvæmdaleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Suðurhlíð 35,36 og 38A - 38D, Lautarvegi 14, 16 og 18 og Fossvogsbletti 1.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.