Á fundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2013 var lagt fram erindi Sjósunds og sjóbaðsfélags Reykjavíkur dags. 26. apríl 2013 varðandi útivistarsvæði fyrir sjósundiðkendur og siglingarklúbba með hraðatakmörkum í Fossvoginum á hafsvæði milli Reykjavíkur og Kópavogs. Erindinu var vísað til umsagnar ÍTR og siglingamálastofnunnar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn ÍTR dags. 14. maí 2013 og umsögn Samgöngustofu dags. 27. nóvember 2013.