Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 25. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna gerð strætóstöðva í Fossvogi ásamt færslu og lengingar fráreinar af Kringlumýrarbraut að Suðurhlíð. Gera skal stíga að strætóstöðvum, þverun stígs á Suðurhlíð og þrengja syðsta hluta Suðurhlíðar. Aðlaga skal hljóðmön vegna færslu fráreinar, aðlaga fláa og ganga frá landmótun vegna afvötnunar stíga og gatna. Einnig er lagt fram teikningahefti Hnit verkfræðistofu dags. í júní 2022 og útboðslýsing Hnit verkfræðistofu dags. í apríl 2022. Erindi var grenndarkynnt frá 30. september 2022 til og með 28. október 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Friðrik Sigurðsson og Magnea S. Magnúsdóttir dags. 6. október 2022, Þórarinn G. Pétursson og Kristín Þórðardóttir dags. 9. október 2022, Anna Pálsdóttir, Björn Sigurbjörnsson og Jóhanna Björnsdóttir dags. 18. október 2022, Haraldur Sigþórsson dags. 18. október 2022, Viktoría Valdimarsdóttir dags. 18. október 2022, Ragnar Halldór Hall dags. 18. október 2022, Guðni Sigfússon og Anna M. Björnsdóttir dags. 18. október 2022, Sigríður Kristín Pálsdóttir og Snæbjörn Þór Ólafsson dags. 19. október 2022, Guðríður Gísladóttir og Ragnar Halldór Hall dags. 23. október 2022, Eggert Gunnarsson dags. 24. október 2022, Sigrún Kelleher dags. 25. október 2022, Þóra Sigríður Jónsdóttir f.h. húseiganda að Suðuhlíð 36 dags. 26. október 2022, Hrafnhildur Grace Ólafsdóttir dags. 26. október 2022, Auður Pálsdóttir f.h. Jóhönnu Björnsdóttur dags. 26. október 2022, Anna Björg Halldórsdóttir dags. 26. október 2022, Árni Samúelsson dags. 26. október 2022, Sigríður Svana Pétursdóttir og Jón Sigurðarson dags. 26. október 2022, Þóra Eyjólfsdóttir dags. 27. október 2022, María Friðjónsdóttir dags. 26. október 2022 og Þorbjörg Jónsdóttir og Jóhannes Kristinsson dags. 28. október 2022. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Björns Sigurbjörnssonar og Önnu Pálsdóttur dags. 18. og 22. október 2022 þar sem óskað er eftir fundi og betri kynningu og tölvupóstar Jóns Sigurðarsonar dags. 20. og 24. október 2022 þar sem óskað er eftir fundi og frekari upplýsingum/gögnum.