breyting á deiliskipulagi
Freyjubrunnur 16-20
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 554
18. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. september 2015 var lögð fram umsókn Eignarhaldsfélagsins Á.D. ehf. mótt. 2. september 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, Hallar, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells vegna lóðarinnar nr. 16-20 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst að breyta einni íbúð í húsinu á lóð nr. 16-20 við Freyjubrunn í tvær minni íbúðir auk þess að breyta geymslum í húsi nr. 16 í eina íbúð þannig að í stað 13 íbúða verða samtals 15 íbúðir heimilaðar, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 24. ágúst 2015. Einnig er lagt fram bréf Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 31. ágúst 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 18. september 2015.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015 samþykkt.