Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, koma fyrir verönd (svölum) á austurhlið, hækka mæni um 50cm, bæta við kvisti, stækka kvist sem fyrir er og koma fyrir svölum á þakhæð einbýlishúss á lóð nr. 44 við Nesveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. september 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2013. Jafnframt er erindi BN046165 dregið til baka. Stækkun 60,9 ferm. og 116,1 rúmm. Gjald kr. 9.000
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Nesvegi 46 og 50 og Kaplaskjólsvegi 62, 64 og 64a.