Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2013 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi Nýlendureits, 1.131. Lögð var fram svohljóðandi tillaga Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: " Í því skyni að ná meiri sátt um kirkjubyggingu á Nýlendureit er lagt til að skoðað verði hvort unnt sé að koma byggingunni fyrir á nýjum og betri stað, á horni Mýrargötu og Seljavegar." Borgarráð óskar eftir upplýsingum ráðsins. Einnig er kynnt minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2014.