breyting á deiliskipulagi
Reitur 1.131, Nýlendureitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 463
11. október, 2013
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reitur 1.131 samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til og með 3. október 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Magnússon dags. 28. ágúst 2013, Daði Guðbjörnsson dags. 3. september 2013, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 11. september 2013, CCP hf dags. 19. september 2013, umsögn/athugasemd Vegagerðin dags. 19. september 2013., Slippurinn fasteignafélag dags. 19. september 2013, Sigurlaug Erla Gunnarsdóttir dags. 22. september 2013, JE Skjanni byggingaverktakar dags. 23. september 2013, Seltjarnarnesbær dags. 24. september 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 2. október 2013, Magnús Skúlason dags. 2. október 2013, Jóna Torfadóttir dags. 3. október 2013, Sigrún Sigríðardóttir dags. 3. október 2013, Ásta Olga Magnúsdóttir dags. 3. október 2013, Curver Thoroddsen dags. 3. október 2013, Steingrímur Árnason, dags. 3. október 2013 og Íbúasamtök Vesturbæjar ásamt undirskriftarlista 80 aðila. Stuðning við Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sendu: Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi dags. 23. september 2013, Þuríður Kristjánsdóttir dags. 23. september 2013, undirskriftarlisti dags. 24. og 25. september 2013 uppfærður, 3. október 2013 samtals 270 aðilar, 39 tölvupóstar dags. 24. og 25. september, 15 tölvupóstar frá 26. september til 30. september 2013, 1 tölvupóstur dags. 2. október 2013. Að loknum athugasemdarfresti bárust tveir undirskriftalistar annar með 14 undirskriftum mótt. 9. október 2013 og hinn með 3 undirskriftum mótt. 9. október 2013 og 1 tölvupóstur dags. 14. október 2013 þar sem stutt er við byggingu Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.