breyting á deiliskipulagi
Háskólinn í Reykjavík
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 674
23. mars, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Hákonar Arnar Arnþórssonar dags. 20. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 390 í allt að 415, hækkun hæða randbyggðar til vesturs og suðurs um eina hæð að hluta, breytingu á byggingareit randbyggðar til norðurs á reit B til samræmis við reiti A og C, breytingu á byggingareit reitar D, niðurfellingu leikskóla af reit D ásamt breytingu á bílastæðakröfu í samræmi við viðmið aðalskipulags um bílastæði fyrir námsmannaíbúðir og niðurfellingu bílakjallara sem og ákvæða um leiðbeinandi legu sorpgáma., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 20. mars 2018. Einnig er lögð fram greinargerð Kanon arkitekta ehf. dags. í mars 2018, minnisblað Kanon arkitekta ehf. dags. 16. mars 2018 og Minnisblað EFLU um hljóðvist dags. 20. mars 2018.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.