Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu
Kanon arkitekta ehf.
dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 11. mars 2016, um hávaða frá umferð. Jafnframt eru lagðar fram nýjar tillögu
Kanon arkitekta ehf.
, dags. 9. september 2016 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 16. apríl síðast uppf. í september 2016. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 5. janúar 2017 og Landssamtök hjólreiðarmanna, dags. 6. janúar 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. janúar 2017 og er nú lagt fram að nýju.