nýtt deiliskipulag
Reitur 1.240.3, Snorrabraut, Grettisgata, Rauðarárstígur og Njálsgata
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 742
6. september, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 20. júní 2019 um gerð nýs deiliskipulags fyrir reit 1.240.1 sem afmarkast af Grettisgötu, Rauðarárstíg, Njálsgötu og Snorrabraut. Í tillögunni felst uppbygging á lóð nr. 89 við Njálsgötu fyrir leikskóla og þjónustumiðstöð, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssvið dags. 18. júní 2019. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur frá 2004. Tillagan var auglýst frá 24. júlí til og með 4. september 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingunn Helga Hafstað f.h. MSG ehf. dags. 30. ágúst 2019.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.