nýtt deiliskipulag
Reitur 1.240.3, Snorrabraut, Grettisgata, Rauðarárstígur og Njálsgata
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 744
20. september, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. september 2019 var að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 20. júní 2019 um gerð nýs deiliskipulags fyrir reit 1.240.1 sem afmarkast af Grettisgötu, Rauðarárstíg, Njálsgötu og Snorrabraut. Í tillögunni felst uppbygging á lóð nr. 89 við Njálsgötu fyrir leikskóla og þjónustumiðstöð, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssvið dags. 18. júní 2019. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur frá 2004. Tillagan var auglýst frá 24. júlí til og með 4. september 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingunn Helga Hafstað f.h. MSG ehf. dags. 30. ágúst 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. september 2019.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar