breyting á deiliskipulagi
Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 601
16. september, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Listasafns Einars Jónssonar dags. 16. maí 2016 vegna breytingar á deiliskipulagi Skólavörðuholt vegna lóðarinnar nr. 3 við Hallgrímstorg. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið er stækkað um lóðina Hallgrímstorg 3 sem verður hluti af deiliskipulagi Skólavörðuholts, nýr byggingarreitur er afmarkaður fyrir allt að 250 fm. viðbyggingu við suðaustur hlið hússins o.fl., samkvæmt uppdr. Studio Granda, dags. 11. maí 2016. Einnig er lagt fram bréf umsækjanda , dags. 16. júní 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. júní 2016. Tillagan var auglýst frá 29. júlí til og með 9. september 2016, Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

Landnúmer: 102542 → skrá.is
Hnitnúmer: 10005633