breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 713
25. janúar, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2019 var lögð fram umsókn Arkþings ehf. dags. 2. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna landsins Jörfi á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að að landi Jörfa verði bætt við núverandi gildandi deiliskipulag og skipt í þrjár aðskildar lóðir: lóðir E1, E2 og E3. Á lóðunum E2 og E3 er gert ráð fyrir íbúðarbyggingum með möguleika á verslun/þjónustu á jarðhæð byggingar E2B, með það í hyggju að byggja íbúðarbyggð með möguleika á atvinnu/verslunarhúsnæði í hluta bygginga sem liggja við Brautarholtsveg, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 2. janúar 2019. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Minjastofnunar Íslands frá 2003. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.