breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 851
7. janúar, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Arkþings ehf. dags. 2. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna landsins Jörfi á Kjalarnesi og nærliggjandi lóða við Norðurgrund í landi Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnin gengur út á að skipta landi Jörfa í þrjár aðskildar lóðir og landi Reykjavíkurborgar við Norðurgrund í sjö aðskildar lóðir undir fjölbýlishús. Hámarksfjöldi íbúða yrði 134 og áætlað byggingarmagn alls á svæðinu yrði um 13.600 fm. þ.m.t. bílageymslu neðanjarðar í landi Jörfa, en eingöngu yrðu bílastæði ofanjarðar í landi Reykjavíkurborgar. Áhersla er lögð á að skapa aðlaðandi byggð með sameiginlegum grænum svæðum, auk leiksvæða fyrir börn. Lögð er áhersla á að skapa góðar tengingar við nærumhverfi með göngustígum á lóðum, sem tengjast núverandi gönguleiðum. Umferð inná lóðir verða frá Brautarholtsvegi annarsvegar og frá Jörfagrund. Lagður er fram uppdr. Arkþing - Nordic ehf. ódags./útpr. 22. september 2021. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur á hluta jarðarinnar Jörfa á Kjalarnesi dags. 2019 og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 28. janúar 2020.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.