Lögð fram umsókn Arkþings ehf. dags. 2. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna landsins Jörfi á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að skipta landi Jörfa í þrjár aðskildar lóðir: lóðir E1, E2 og E3. Á lóðunum E2 og E3 er gert ráð fyrir íbúðarbyggingum með möguleika á verslun/þjónustu á jarðhæð byggingar E2B, með það í hyggju að byggja íbúðarbyggð með möguleika á atvinnu/verslunarhúsnæði í hluta bygginga sem liggja við Brautarholtsveg, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 2. janúar 2019. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Minjastofnunar Íslands frá 2003.