breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 858
25. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Arkþing/Nordic ehf. dags. 2. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna landsins Jörfi á Kjalarnesi og nærliggjandi lóða við Norðurgrund í landi Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnin var uppfærð sbr. kemur fram í upphafi árs 2022 og hefur breyst töluvert frá árinu 2019 þar sem hún nær eingöngu til lands Jörfa en ekki lengur til lands Reykjavíkurborgar og lóða við Norðurgrund. Um er að ræða uppskiptingu á landi Jörfa á Kjalarnesi í þrjár lóðir þar sem eingöngu er gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, allt að 58 íbúðum þar sem heimilt yrði að byggja 2-3 hæða fjölbýlishús og að uppbygging geti farið fram í áföngum og að núverandi bygging á landi Jörfa geti staðið áfram þrátt fyrir uppbyggingu á öðrum lóðum. Einnig er lagður er fram uppdr. Arkþing/Nordic ehf. ódags./útpr. 22. september 2021, fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur á hluta jarðarinnar Jörfa á Kjalarnesi dags. 2019 og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 28. janúar 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2022, samþykkt.