Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 23. mars 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir gatna- og stígagerð út á Gelgjutanga, Vogabyggð svæði 1, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 19. mars 2021. Einnig er um að ræða gerð öldubrjóts út frá sjóvarnargarði á Gelgjutanga. Vegna fiskgengdar í Elliðaárvogi þá er leyfilegur framkvæmdatími við öldubrjótinn, þ.e. vinnu í fjöru og neðansjávar á svæðinu einungis heimil á tímabilinu 1. nóvember til 1. apríl. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á tímabilinu. Öldubrjóturinn er í er í samræmi við núgildandi skipulag. Fergja þarf nýja landfyllingu yst á Gelgjutanganum innan við sjóvarnargarð. Safnað er upp efni í 4-5m háan farghaug til að framkalla sig. Áætlað er að þetta verði gert í þremur áföngum og verður því farghaugur færður í tvígang innan lóðarinnar á fergingartímanum. Að fergingu lokinni verður umfram magni af efni keyrt af staðnum. Heildar framkvæmdartími á fergingu er áætlaður 12 mánuðir. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.