bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 817
21. apríl, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 23. mars 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir gatna- og stígagerð út á Gelgjutanga, Vogabyggð svæði 1, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 19. mars 2021. Einnig er um að ræða gerð öldubrjóts út frá sjóvarnargarði á Gelgjutanga. Vegna fiskgengdar í Elliðaárvogi þá er leyfilegur framkvæmdatími við öldubrjótinn, þ.e. vinnu í fjöru og neðansjávar á svæðinu einungis heimil á tímabilinu 1. nóvember til 1. apríl. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á tímabilinu. Öldubrjóturinn er í er í samræmi við núgildandi skipulag. Fergja þarf nýja landfyllingu yst á Gelgjutanganum innan við sjóvarnargarð. Safnað er upp efni í 4-5m háan farghaug til að framkalla sig. Áætlað er að þetta verði gert í þremur áföngum og verður því farghaugur færður í tvígang innan lóðarinnar á fergingartímanum. Að fergingu lokinni verður umfram magni af efni keyrt af staðnum. Heildar framkvæmdartími á fergingu er áætlaður 12 mánuðir. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.
Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.